Geir Sæm og flakk

Kíktum (kannski frekar seint) á Geira Sæm og Hunangstunglið í Græna herberginu við Lækjargötu. Gaman að sjá hann spila eftir allan þennan tíma.. verulega vel gert hjá þeim.

Ákváðum að prófa nýjan bjór á Ölstofunni, alveg hörð á að fara samt snemma heim. Vorum svo að leita að leigubíl á Laugaveginum þegar sama hugmynd datt í hausinn á okkur á sama tíma.. heilsa aðeins upp á Andreu á Dillon. Vorum samt ekki mjög lengi…