Spil

Náði ekki að kíkja á lokaleik karlaliðs Blika í efstu deild, horfði í sjónvarpinu og vonbrigðin talsverð.. held reyndar að fyrsta mark Fjölnis hafi verið úr rangstöðu, en auðvitað áttu Blikar að vera löngu búnir að klára leikinn.

Við vorum búin að festa spilakvöld með nokkrum fyrirvara og Arnar búinn að bóka mætingu úr sveitinni… Unnur var á hljómleikum, en Andri kom með – gaman að hitta þá feðga.

Eitthvað byrjuðum við seint og entumst ekki lengi, enda ágætis kvöld daginn áður.