Amsterdam, föstudagur

Tíunda ferðin á IBC í Amsterdam..

Alltaf gaman að koma til Amsterdam og alltaf sérstakt að mæta á IBC.

Hótelið, Grand Hotel Amrath, var fimm stjörnu, gamaldags og eðal hótel út í gegn, frábær þjónusta, flott þjónust og allt til alls, frítt á mini-bar, sauna, heitur pottur, sloppar og inniskór.

Ég þurfti aðeins að sinna annarri vinnu og það tók því ekki að fara á sýninguna.

Byrjaði á De Bekeerde Suster, þaðan að kaupa vindla hjá Hajenius, yfir á Pilsener Club þar sem ég hitti Árna Finns á rölti – við fengum okkur að sjálfsögðu bjór.

Hugmyndin var að prófa nú nýja veitingastaði í þessari ferð, en þeim á franska staðnum Bord’Eau var skemmt þegar ég kom og hélt að ég gæti fengið borð fyrirvaralaust. Þannig að ég rölti á Vasso, sem var ekki langt undan, og fékk frábæran mat. Kíkti við á EuroPub en fann engan sem ég þekkti (skilst reyndar að Árni hafi verið þarna) en datt svo á Café Belgique í bjór, þaðan á In De Wildeman í bjór og svo í meiri bjór á nálægan bar með Jason og Lindsay frá RT Software. Við sátum eitthvað fram eftir kvöldi en heilsan var ekkert rosalega þannig að við hættum til þess að gera snemma. Samt, einn bjór á  De Bekeerde Suster fyrir svefninn.

Fallhlífarstökk

Iðunn mætti í farþega fallhlífarstökk hjá Skydive við Hellu. Gekk frekar hægt að komast af stað og náðum rétt fyrir „í síðasta lagi“ tímann. En dagskráin hafði eitthvað riðlast og við þurftum að bíða talsvert. Brynja & Óskar mættu með Öglu og Einar, litla frænda Óskars. Iðunn varð reyndar fyrir því óláni að fá bolta óvænt í hausinn á meðan við biðum.

En þetta hafðist og Iðunn hafði amk. mjög gaman af, set myndir og videó seinna.

Eftir stökkið kíktum við í bústaðinn með Brynju & Óskari og börnum, skáluðum í alvöru kampavíni, Moet & Chandon, (ekki börnin reyndar) síðan alvöru nautasteik með viðeigandi rauðvíni.. Gyrðir & Stína litu svo við þegar leið á kvöldið.. ég var orðinn full þreyttur þegar leið á kvöldið, en Iðunn, Brynja & Óskar náði í heita pottinn.

fallhlif-235

Vissuferð

Við Staka og Talentufólk vorum alveg þokkalega dugleg að mæta í „vissuferð“ Stússs, sem er starfsmannafélag Deloitte. Fyrst mætt í fjórhjólaferð hjá Safari, ég ákvað að sitja hjá, en heyrðist fólk hafa skemmt sér mjög vel. Ég tók hins vegar þátt í leirdúfuskotfimi, gekk þokkalega og komið á bak við eyrað að heimsækja þá aftur.

Þaðan í grill og bjór í Gufunesi, en lét gott heita frekar snemma, enda mikið að gera á morgun.

leirdufur-1