Eiðurinn

Við Iðunn kíktum á Eiðinn í Háskólabíói, hvað segir maður, afbragð, fyrsta flokks.. Svo var komið að því að kjósa um framlag Íslendinga til Óskarsverðlaunanna. Ég var búinn að bíta í mig að það væri þrjár myndir í kjöri, allar vel frambærilegar, en sá á kjörseðlinum að þær voru fjórar – og ég hafði ekki séð þá fjórðu.

Á maður að „halda kjafti“ (sitja hjá) eða velja þá sem manni fannst best að hinum þremur?