Breiðablik – Þróttur

Við Guðjón og Viktor fórum á Breiðablik – Þrótt. Ég á ekki að fá að sjá mark hjá Blikum, breyttur leiktími og við misstum af upphafinu þegar Breiðablik komst yfir – og vorum í einhverju rugli með sætin þegar liðið skoraði annað markið.

En þrátt fyrir öruggan sigur á liði sem var byrjað að tefja 2-0 undir í fyrri hálfleik, þá líst mér ekki meira en svo á það sem eftir er sumar. Fínt spil úti á velli, en stöku sofandaháttur í vörn, bitlaus sókn og hrikaleg nýting á færum gefur ekki vonir um nægilega mörg stig til að ná Evrópusæti, hvað þá titli.

Breiðablik - Þróttur - lítil