Einifellshelgi

Enn ein Einifellshelgin, reyndar löngu tímabær.

En við mættum til leiks um sex-leytið á föstudeginum, yfir okkur spennt að fylgjast með niðurstöðum úr prófkjöri Pírata. Það kom svo í ljós að Viktor náði þriðja sæti og Andrés því áttunda.

Þá bjórdrykkja og Petanque, þar sem Iðunn vígði nýju kúlurnar í stórsigri ungra stúlkna. Campari fordrykkur, humarsalat, freyðivín og meiri bjór. Svo pottur og gufa eitthvað fram eftir.

Einifell - ágúst - 3 - lítil

Laugardagurinn var frekar rólegur, smá Petanque og elduðum kengúru- og nautakjöt. Allt of mikið af kjöti eins og stundum áður.

Eitthvað var endingin léleg en við Iðunn fórum í pottinn og skemmtum okkur ágætlega fram eftir nóttu.