Áttatíu ár

Í dag voru liðin 80 ár frá fæðingu tvíburanna, Magnúsar og Sæmundar. Magnús pabbi Iðunnar (og þar af leiðandi tengdapabbi minn) lést í fyrra.

Sylvía, tengdamamma, bauð þeim fjölskyldumeðlimum sem voru í færi í osta, bjór og rauðvín. Við mættum öll, þó Andrés færi snemma, Anna & Palli kíktu en entust ekki lengi – og svo kom Ægir Máni. Við kíktum svo á tyrkneska veitingastaðinn Meze þar sem við fengum alveg eðalmat á fínu verði.. og hittum Semu Erlu.

Þá uppgötvaði Viktor að Gunnar Jónsson var að spila sem Collider á Dillon og við duttum þar inn.. fyrst alveg þokkalegasta rokk hljómsveit, en nafnið stolið úr mér. Gunnar var fínn, ekki kannski alveg minn tónlistartebolli, en mjög sérstakt og vel gert hjá honum.

Við ákváðum svo að láta þetta gott heita þrátt fyrir freistingarnar að hanga aðeins lengur í fínu veðri og góðri stemmingu – Guðjón ákvað reyndar að doka við. Það var engan leigubíl að finna á Laugaveginum þannig að við enduðum í kaffi hjá Ægi Mána, og Atla, sem var kominn heim, áður en við hringdum á bíl og létum gott heita.

Fjölskyldumynd - júlí - 4