Kristín fimmtug

Við mættum, öll fjölskyldan, í fimmtugsafmæli Kristínar í Rafveituheimilinu…

Verst hvað við vorum södd eftir síðbúin kvöldmat, veitingarnar voru ekki bara fyrsta flokks, heldur eitthvað miklu meira – andasalatið til dæmis sem ég er ekki enn að kveikja á hvernig var samsett, frábært.

Gaman að hitta vini og ættingja Kristínar, Hekla flottur veislustjóri, fyrrum samkennarar með eftirminnilegt atriði en ég held að Brynja og Iðunn hafi toppað skemmtiatriðin með aðlöguðum „hvar er húfan mín?“ vísum – jú, og Guðjón var flottur sem rappari, stendur frábær einn og þarf ekkert meira. Ef eitthvað var þá var skelfileg tónlistin þegar leið á kvöldið svona punkturinn undir „i-ið“.. ég var farinn að hanga „úti-að-reykja“ einn og án þess að reykja, bara til að fá smá frið 🙂

En alvöru veisla.. svo gaman að Iðunn var mjög ósátt við að ég pantaði leigubíl til að ferja okkur heim, þó búið væri að kveikja ljós og benda fólki á að þetta væri löngu búið!