Breiðablik – Akranes

Við Guðjón kíktum á Kópavogsvöll að horfa á Blika – í annað sinn sem við förum saman á Kópavogsvöll í sumar og báðir leikirnir tapast 0-1.

Þetta var svona ýkt útgáfa af gömlu sögunni þegar annað liðið fær eitt færi, skorar mark eftir slakan varnarleik og hangir á markinu út leikinn.

Ýkt útgáfa, vegna þess að vörn Skagamanna var frekar mikið ekkert-sérstök og í rauninni ótrúlegt að horfa á vandræðagang Blika [] of margar langar og ónákvæmar sendingar [] endalausir háir boltar sem skiluðu engu þá sjaldan að þeir voru ekki allt of háir og yfir á hinn vænginn [] þegar þeir spiluðu sig í gegn sköpuðu þeir fullt af færum en það virtist enginn vera að velta fyrir sér að mæta til að renna boltanum í markið [] misskilningur á hlaupum og sendingum í eyður [] hægt á sóknum þegar lag var á að sækja hratt…

Gott og vel, ég er pirraður.. og ég vona að leikmenn og þjálfarar séu það líka. Það er nefnilegt fullt af góðum leikmönnum og á köflum spiluðu þeir mjög fínan fótbolta. Hef svona á tilfinningunni að það vanti ekkert mikið upp á að geta verið yfirburðalið, svona undarlegt sem það hljómar..