Ísland – Frakkland

Ákváðum að kíkja á Ísland-Frakkland á Arnarhóli.. reyna að mögulega ná einhverri stemmingu í líkingu við það sem við upplifðum yfir fyrri leikjum liðsins.

Við tókum strætó með Jonna niður í bæ, kíktum á íslenska barinn og keyptum eitthvað af bjór og fórum svo á Arnarhól. Svo sem gaman að vera þar, en augljóslega aldrei sama upplifun og á sjálfum leikjunum.

Leikurinn augjóslega vonbrigði, en tökum ekkert af liðinu sem búið er að standa sig frábærlega. Og ég geri svo sem ekki ráð fyrir öðru en að þetta sé upphafið að enn fleiri stórmótum.

Ísland - Frakkland