Frakklandsferð, 12. – 13. júní

Addi skutlaði okkur út á flugvöll um tíu-leytið, áttum alveg eins von á einhverjum töfum, sem var nú reyndar ástæðulaust ótti. Smá snarl, tveir bjórar og svo flogið til Dusseldorf. Þar lentum við um 6:00 og þurftum (á endanum) að bíða í tæpa sex tíma eftir fluginu til Marseille. Fór reyndar aðeins betur um okkur eftir að við uppgötvuðum að við höfðum aðgang að Priority Lounge. En vorum orðin frekar þreytt þegar við komum til Marseille um tvö og þaðan tók við bílaleigubíll og akstur til Lourmarin.

Í Lourmarin áttum við pantað herbergi á fjögurra stjörnu Bastide Spa hótel, en eitthvað var stjörnugjöfinni ofaukið.. herbergið var lítið, engir skápar eða fatahengi, ekkert sturtuhengi (þannig að allt baðherbergið fór á flot, og jafnvel svefnherbergið er við fórum ekki varlega) og engar innstungur til að hlaða síma (nema taka ljósin úr sambandi), enginn bar á hótelinu (reyndar boðið upp á rándýran og volgan bjór úr kæliskáp) og „spa“ hlutinn var lokaður í dag.

Röltum samt niður í bæ, fengum ágætan bjór, rauðvín, osta, skinkur á stað sem sérhæfði sig í afurðum frá Korsíku. Um kvöldið fengum við svo afbragðs nautasteik á Brasserie L’Insolite.. og horfðum á restina á leik á bar staðarins.

Marseille - aðflug - 1

Síðasta spilakvöld vetrarins

enda komið sumar.

En Alli, Alli, Áslaug, Brynja og Óskar mættu í grillað lambafillet og síðustu pókermót tímabilsins – Guðjón spilaði fyrsta mótið. Og Agla mætti án þess að spila..

Alli F., gerði alvöru Bernaise sósu – og matseldin tókst eiginlega bara nokkuð vel.

Mér tókst að verjast áhlaupi Óskars og vinna 2015-2016 mótaröðina.

En einstaklega skemmtileg kvöld, enda einstaklega skemmtilegur hópur. Kannski ekki alltaf rosalega skynsemi í að byrja þriðja mótið, eigum til að vera allt of lengi fram eftir.

Póker - júní - 2

Enn einn matarklúbbshittingurinn

Matarklúbburinn okkar Iðunnar, Bryndísar, Gulla og Kristínar hittist hér í Kaldaselinu.. Alli var „heiðursgestur“ í þetta sinn. Bryndís mætti með melónu, parmaskinku og freyðivíni í forrétt, við grilluðum nauta RibEye með rjómasveppasósu og Gulli & Kristínu mættu með köku og freyðivín í eftirrétt. Bjór, rauðvín, freyðivín og whisky þegar leið á kvöldið. En aðallega alltaf gaman að hittast.