Amsterdam

Við sváfum þokkalega lengi og fórum í alvöru morgunmat á hótelinu, þetta er, held ég eina hótelið sem býður upp á freyðivín í morgunmat. Við tókum morgunmatinn alvarlega og gerðum honum góð skil. Þá tók við smá búðaráp með góðum stoppum í bjór.. The Pilsener Club og In De Wildeman.

Við höfðum svo frétt að Helga & Steinar væru í stuttu stoppi og mæltum okkur mót á Rembrandtplein. Eftir nokkra bjóra með þeim og ferðafélögum þeirra, þeim Dísu & Pétri fórum við í mat á Indrapura, indónesískan stað við Rembrandt torgið. Maturinn frábær og talsvert skemmtilegar fram borinn en svipaður matur á Kantjil & De Tijger, kannski ekki ósvipuð eldamennska. En ótrúlega margir frábærir réttir – og fyrir mig, sem hafði verið til þess að gera óheppinn með mat – besti matur ferðarinnar. Þá var frábært að hitta Helgu & Steinar og gaman að kynnast Dísu & Pétri. En þau voru á leiðinni í flug og við Iðunn fórum á meira rölt, fyrst á lítinn bar (á meðan regnskúr gekk yfir), svo yfir á Leidseplein þar sem við fengum okkur meiri bjór á írska barnum Hoopman, þaðan á L&B Whisky barinn í tvo stutta drykki en ákváðum svo að þetta væri að verða gott. Tókum reyndar einn bjór á Zwart, barinn á horninu á Dam sem er ekki með merkilegan bjór, frekar dýran.. en er auðvitað rosalega skemmtilega staðsettur. Við lukum drykkjuferðinni á hótelbarnum í Gin og Tonic og vindlum.Amsterdam - Whisky LB