Til Parísar

Þá var komið að ferðinni til Parísar.. Við gerðum svo sem ekki meira um morguninn en að pakka og fá okkur morgunmat og auka kaffi. Tókum bíl upp á flugvöll um hádegi og flugum til Parísar um hálf þrjú. Við vorum svo komin niður í miðbæ þar sem hótelið okkar, Carina, var á besta stað í bænum, rétt hjá Eiffel. Þeir eru hins vegar ekkert að gefa bjórinn á veitingastöðunum, 10 Evrur fyrir hvern, takk fyrir.

Um kvöldið hittum við Gyðu & Jón í mat á ítalska staðnum, Au Moulin á Vent, í latínuhverfi Parísar – svona í miðri þvottatörn hjá Alla. Iðunn og Viktor fengu sér froskalappir og snigla og við fengum okkur öll nautalund. Mín var full mikið steikt.. jafnvel eftir að við Gyða skiptum (enda höfðu pantanirnar sennilega ruglast). Fínasta steik, en ég geri nú betur sjálfur þegar vel tekst til.

Kíktum svo á seinni hálfleik á England – Slóvakía á bar í nágrenninu. Þar var bjórinn á viðráðanlegu verði á þokkalega skemmtilegum bar, en af svipnum á Jóni að dæma þá var rauðvínsglasið hálfgert sull. Við entumst svo sem ekki lengi og tókum bíl upp á hótel.

París - kvöld - 2