Veikur í Marseille

Enn sár lasinn en skrölti aðeins af stað um hádegi, svo aftur inn á hótel. Alli, Iðunn og Viktor fóru hins vegar í bátsferð út í eyju sem mér skilst að hafi verið frábær. En heilsan fór að skána þegar leið á daginn og ég hitti þau við höfnina þar sem ég hafði fundið ítalskan veitaingastað, Il Canaletto, svona ekta gamaldags ítalskan veitingastað þar sem eina undantekningin var diskóljósin í krananum á klósettinu.

Pastað var frábært, en allt of mikið sem forréttur, og fiskurinn (barri) allt of mikið eldaður. En fínasti staður.

Eftir matinn gengum við beint í flasið á Árna & Gunnu Odds og Magga & Þóreyju og einhverjum barnanna, Óskar sonur Árna & Gunnu var þarna. En Gunna var dugleg að dæla Pastis í sig og Iðunni og við horfðum á fyrri hálfleik Frakka og Svisslendinga. Eitthvað var heilsan ekki komin í gott horf og hálf ónotalegt að sitja úti í golunni þannig að við Alli og Viktor tókum bíl upp á hótel. Við Alli settumst á barinn við hornið að horfa á seinni hálfleikinn en Viktor var búinn að fá nóg. Iðunn vildi hins vegar ná að skemmta sér með hópnum.

Rétt eftir að við settumst niður hringdi Iðunn, hún hafði verið að aðstoða Gunnu á klósettinu, þegar þær komu út voru allir farnir… hún fann svo hópinn með því að hringja en þá var kominn tími til að fara heim. Iðunn bjargaði sér svo sem, gekk sem leið lá meðfram ströndinni að hótelinu.. og var komin undir lok leiksins. Alli var góður en við gripum einn drykk í viðbót.

Marseille - speglar - 1