Marseille, 17. júní

Við ákváðum að þiggja ekki að fara aftur í litla herbergið og „tékkuðum“ okkur út. Þá heimtuðu þau 30% greiðslu fyrir þær nætur sem við nýttum ekki, sem var vissulega samkvæmt bókunarskilmálum, en þeir voru ekkert að standa við bókunarskilmálana.

Hvað um það, við héldum okkar striki, pöntuðum hótel í Marseille á fínum stað og fínu verði. Við vorum komin þangað um hádegi og hittum Alla á flugvellinum, þar sem við skiluðum bílnum og tókum bíl með honum og Almari (sem Alli hafði hitt á leiðinni frá Prag) inn á hótel. Gripum léttan hádegismat og biðum eftir Viktori, sem var að koma með félögum sínum frá Avignon. Viktor var með miða á einhvers konar Íslendingahátíð í Marseille og við létum okkur hafa það að fylgja honum inn, 25 Evrur á mann og eitthvað þekktum við af fólki – Tony var þarna, Tóti & Jórunn, Þorvaldur & Auður og auðvitað fullt af öðrum. Okkur fannst kannski ekki mikið til skemmtiatriðanna koma (en við stoppuðum svo sem ekki lengi) og sölumennskan á bjór stór furðuleg.

Við tókum svo hlé og fórum í kvöldmat á Au Coeur du Panier, virkilega góður veitingastaður en hef hann (buff tartar) samt grunaðan um að vera rótina að heiftarlegri magakveisu sem ég fékk.

Aftur á Íslendingabarinn en entumst ekkert sérstaklega lengi, enda stór dagur fram undan.Marseille - kirkja