Agga afmælisgjöf

Við Kiddi kíktum í kaffi til Öggu (og Magga) til að afhenda hluta af síðbúinni afmælisgjöf og afsaka hvers vegna hinn hlutinn var ekki kominn.

En aðal gjöfin var uppseld og stóð ekki til að panta meira að sögn, vegna þess að þetta seldist ekki!?

Vel heppnaðar kótilettur smell pössuðu svo með Lehmann rauðvíni í kvöldmatinn…

Postular, uppskera, góðhelgi

Þá var komið að uppskeruhátíð okkar Postula.. Tommi vann mótið í þetta sinn og fékk 72 bjóra.. eitthvað var samt gengið rösklega í birgðirnar á hátíðinni.

En… Arnar, og auðvitað Unnur, buðu heim á Reykjavelli, nokkurn veginn við Reykholt á suðurlandi. Og ekki að spyrja að atburðaskipulagningu Arnars..

Við Maggi fengum far með Lalla.. og eftir smá stopp vegna umferðarslyss áður en við komum að Selfossi vorum við mættir á Reykjavelli um hálf átta. Föstudagskvöldið var rólegt, hamborgarar og bjór og póker fram eftir kvöldi / nóttu.

Við gistum í Húsinu, gistiheimili, sem hentaði okkur mjög vel, þó það væri nokkra metra frá heimili Arnars.

Morgunmatur á laugardeginum hjá Arnari, svo í heitan pott og sund í íþróttahúsinu. Þaðan með rútu í Slakka þar sem við reyndum að halda tveggja liða mót í mini-golfi, pútti, dart og einhverju fleiru, við Venni vorum saman og ég er nokkuð viss um að við unnum keppnina… hinir voru það reyndar flestir líka.

Þaðan aftur til Arnars, með viðkomu í gróðurhúsinu sem fjölskyldan, sem selur okkur gjarnan bjór eftir boltann, rekur.

Hjá Arnari mætti sagnfræðingurinn Skúli og fræddi okkur aðeins um söguna.. og síðan tók við þessi svakalega máltíð í stíl höfðingja á miðöldum. Ingó mætti og sá um svona frábæran mat, fullt af brauði, bleikju, krydduðu rauðvíni, lambalærum og rjúpu.. já Lalli mætti með rjúpu sem var alveg frábær, hjörtun mjög sérstök. Ekki spilltu skemmtilegar lýsingar Ingó á matnum.. við tókum hefðbundinn postulahring undir stjórn Jóa, skáluðum fyrir unnum afrekum og til að kóróna kvöldið þá söng Unnur fyrir okkur.

Eitthvað var hluti hópsins framlágur og fór snemma að sofa, en við vorum nokkrir sem entumst eitthvað fram eftir nóttu.

Sunnudagurinn var frekar rólegur, kíktum örstutt í Friðheima, svo í frábrærar pizzur á Mika í Reykholti og stoppuðumPostulahelgi - Hvítá - 1 í Hveragerði að horfa á Manchester United – Leicester á Hoflandsetrinu.