Matur hjá Bryndísi

Bryndís bauð ónefnda matarklúbbnum okkar í mat.. ekki nema hálft ár á milli boða í þetta skipti.

En alltaf vel heppnuð kvöld og alvöru matur.. eftir skál í freyðivíni og hnetulíkkjör var komið að alls kyns smá pylsum úr Kjötpól og bjór með. Gulli & Kristín komum með grafið lamb með wasabi skotinni sósu, verulega skemmtileg blanda. Bryndís bauð upp á þorsk með pistasíu salsa og sætum kartöflum. frábær réttur og ekki spillti hvítvínið sem Hafliði mælti með, Roussanne, í stað þess sem einhver vínþjónn hafði stungið upp á með uppskriftinni.

Við mættum svo með Creme Brulee í eftirrétt og svei mér þá ef það tekur ekki við af Panna Cotta sem jóla eftirréttur.

Við sátum svo sem fastast að drykkju og spjalli fram eftir nóttu, Gulli & Kristín gáfust reyndar upp eitthvað á undan okkur Iðunni.Matarklúbbur - apríl - 2