London, föstudagur

Við Iðunn kíktum í örstutta helgarferð til London, tilefnið að hitta Lindsay frá RT Software, sem tókst ágætlega, en svo var ekki hægt að fara til London án þess að Iðunn kæmi með og Viktor kæmi frá Southampton.

London - mars - 3 - fokus

Við hittum Viktor nálægt Paddington og það tók smá tíma að koma okkur fyrir og drífa okkur á bjórhátíðina í Camden Center (sem er ekki í Camden).. vorum ekki mætt þangað fyrr en undir fimm seinni partinn.

Lindsay, sem þekkti ágætlega til ensku bjóranna og fór með okkur. Það var sér London veggur, nóg af bjórum frá hinum og þessum stöðum frá Bretlandi og svo sér salur með alþjóðlega bjóra. Darkside of the Moose var fínn og í sjálfu sér margir spennandi og ekki spennandi bjórar – eins og gengur.

London - mar - bjórhátíð - 4

En okkur var ekki til setunnar boðið, hljómleikar Stiff Little Fingers voru næstir á dagskrá.

Hljómleikarnir voru í Kentish Town og við vorum samferða Lindsay þangað, 1-2 bjórar áður en hann hélt heim. Við fundum ítalskan veitingastað, Delicious By Franco, þar sem Viktor fékk sér pizzu – sem jafnvel Iðunn kunni að meta – og hann var mjög sáttur við, ég fékk mér einhvern pylsurétt sem var sérstakur og vel þess virði að smakka, en Iðunn „vann“ með trufflusvepparavioli, alveg frábært.

Ég tók eftir að fólkið á næsta borði var með öryggiskort, ShowSec, og fór að spyrjast fyrir… og jú, það passaði, þau unnu við öryggisgæslu á hljómleikunum. Við fórum svo að spjalla, eitthvað kom Boston við sögu og þau vildu skipuleggja eitthvað með okkur þar, en ég hef ekki grun um hvað… Þau voru sem sagt frá Bandaríkjunum og Viktor fór að spjalla við þau um pólitík, einn sagðist styðja Trump og tók sérstaklega undir múslimahatrið frá honum – Viktor brást eðlilega mjög illa við. Og einhvern veginn finnst mér ekki líklegt að okkur langi til að hitta þetta fólk aftur – amk. ekki þennan gaur.

Kanadaheimsókn

Frændfólk okkar frá Kanada, Gloria, Carol, Cindy og Curtis voru í stuttu stoppi á landinu eftir brúðkaup í Skotlandi. Þau kíktu til okkar systkina (og maka) til Öggu & Magga í Þverholtið í graflax, lambalæri, skyrtertu, konfekt, ís og jafnvel hrefnu. Þau voru reyndar meira og minna lasin og Carol treysti sér ekki til að mæta.

En gaman að hitta þau og þurfum að ná Curtis (amk.) við betra tækifæri og gefa honum færi á að kanna íslenska bjórinn.

Kanadaheimsókn - 1