Páskamatur

Vorum með alvöru nautalund í páskamatinn, búin að fá okkar skammt af lambi.. En stór lund og Brynja & Óskar kíktu í mat. Kannski aðeins of kalt til að grilla en heppnaðist vel og kartöflurnar sluppu þó lélegar væru og salat og „dressing“ frábær.

Sátum svo að rauðvínssumbli fram eftir kvöldi, enda aldrei leiðinlegt þegar þau mæta..