Útskrift, afmæli og langur Sambindisdagur

Nóg á að gera á þessum langa föstudegi.. við byrjuðum í alvöru „brunch“ hjá Þóru Kötu og Nonna í Fögrubrekkunni, bæði í tilefni af útskriftinni hennar og svo átti Lilja Karen afmæli einhvern tímann fyrr á árinu.

Seinni partinn mættum við svo í göngu og grill með Sambindinu í Skildinganesi.. en við Iðunn slepptum svo sem göngunni og sáum um matarundirbúning með Sirrý.

En mjög vel heppnað kvöld, frábær matur, eðal vín og skemmtilegt fólk.

Höfðum meira að segja vit á að vera ekki fram eftir öllu…Sambindi - mars - 3