Spil í Kaldaseli

Héldum okkur við spilakvöld í Kaldaselinu þrátt fyrir að heilsan hafi stundum verið betri.. gekk svona upp og ofan, en sem betur fer dreifðust stigin og sit enn á toppnum, en varla lengi úr þessu..

En þetta eru alltaf skemmtileg kvöld, spilum þrjú pókermót á kvöldi, hver um sig leggur 1.000 undir á hvert mót, þannig að við erum ekki að spila upp á stórar upphæðir.. fyrir utan það að vinningarnir dreifast og þetta jafnast nokkuð út.

Við söfnum svo saman stigum fyrir hvert mót og finnum sigurvegara vetrarins.. við Iðunn höfum unnið sitt hvort árið og Maggi einu sinni.Póker - mars - 3.jpg