Kanadaheimsókn

Frændfólk okkar frá Kanada, Gloria, Carol, Cindy og Curtis voru í stuttu stoppi á landinu eftir brúðkaup í Skotlandi. Þau kíktu til okkar systkina (og maka) til Öggu & Magga í Þverholtið í graflax, lambalæri, skyrtertu, konfekt, ís og jafnvel hrefnu. Þau voru reyndar meira og minna lasin og Carol treysti sér ekki til að mæta.

En gaman að hitta þau og þurfum að ná Curtis (amk.) við betra tækifæri og gefa honum færi á að kanna íslenska bjórinn.

Kanadaheimsókn - 1