MK-Oddfellow matur

Við mættum, ásamt GoutonsVoir og fullt af öðru fólki á æfingu hjá útskriftarnemum í MK í matreiðslu og framreiðslu (vona að ég fari rétt með).

Þetta er, að mér skilst, árlegur viðburður þar sem Oddfellow, áhöfn á bát (hvers nafn er stolið úr mér) og MK sameinast um margrétta fisk kvöldverð með víni. Það komast færri að en vilja, en fyrir einskæra heppni og kunningsskap fengum við miða.

Það er skemmst frá því að segja að þetta var einstaklega vel heppnað kvöld, réttirnir spennandi, vínið vel valið og þjónustan fyrsta flokks. Auðvitað voru réttirnir mismikið fyrir smekk hvers og eins en flestir mjög góðir og allir skemmtileg tilbreyting og gaman að smakka, til að mynda, langreyði.