Hljómaskál

Við Iðunn og Alli kíktum á Hljómaskál í Skálholti þar sem Unnur Malín var ásamt fleiri ungum tónskáldum og ungum og efnilegum og reyndum söngvurum og hljóðfæraleikurum – Duo Harpverk, Skálholtskórinn, Kammerkór Suðurlands og Unnur Malín – að flytja verk eftir Unni, Hreiðar Inga og Georg Kára. Svo var líka gaman að sjá Hilmar Örn sem kórstjóra, en hann á nú sinn þátt í rokksögunni.

Í stuttu máli var þetta verulega vel heppnað kvöld, einstök lög auðvitað mis mikið fyrir minn undarlega tónlistarsmekk, en allt vel yfir meðallagi og sumt ansi magnað, við höfðum reyndar fengið „smjörþef“ af því sem Unnur er að gera áður.

Og svo var einhvers konar afmæliskaffi og kökur á eftir, stoppuðum ekki lengi, en alvöru veisla og gaman að ná aðeins að spjalla við fjölskyldu og flytjendur…
Hljómaskál - 4