Sambindisferð

Árleg helgarferð Sambindis og maka.. Óvenjuleg að þessu sinni að því leyti að við gistum á hóteli og slepptum eldamennskunni. Alltaf viss sjarmi yfir að elda sjálf, en svo sem fínt að sleppa við tiltekt og frágang.

Við gistum á Hótel Geysi, eða Litla Geysi, skemmtilegur gististaður, allt til alls, frábær matur og afslappað umhverfi og starfsfólk.

Við mættum á föstudagskvöld, fengum okkur hreindýrahamborgara sem voru hreint frábærir og sátum aðeins að sumbli – en ekki lengi og ekki miklu.

Laugardagurinn fór svo í flakkum sveitirnar, eftir veglegan morgunmat.. Secret Lagoon er skemmtileg og óvenjuleg blanda af heitum potti og sundlaug. Finnst samt ansi hátt aðgangsgjald, amk. miðað við aðstöðuna. En Friðheimar voru næstir á dagskrá, einstaklega skemmtilegur staður, Bloody-Mary í í fordrykk og lamba tómatsúpa í hádegismat. Þaðan í stutt stopp í Skálholti, þar sem við litum inn á safnið í kjallaranum. Og þó við værum nýkomin úr langri heimsókn í heitan pott þá var Fontana á Laugarvatni næst. Mjög flott aðstaða og frábært gufubað, eitt það besta sem við höfum prófað.

Eftir Fonatana kíktum við á sumarbústað og land sem Höskuldur og Sirrý voru að kaupa í nágrenni við sumarbústaði fjölskyldunnar og skáluðum fyrir nýju landi á staðnum.

Aftur á Geysi og einhverjir lögðu sig á meðan við hin settumst yfir bjór.

Gin og tónik og snarlpylsur úr Kjötpól fyrir matinn.. og svo kvöldmatur. Verulega góður matur, frábær humarsúpa, skemmtilega lamba- og nautakjötstvenna í aðalrétt og alvöru eftirréttur, súkkulaðikaka, ís og jarðarber.

Skemmtinefndin klikkaði ekki, spurt úr sögu Búnaðarbankans, vísbendingar, söngæfing, skák og skipst á fjölskyldufréttum.

Laugarvatn - 1 - lítil