Matur

Guðjón hefur sagt okkur mikið frá Nick sem er að vinna með þeim Braga, Átrúnaðargoðum, að upptökum.

Við buðum þeim í mat, Salvör lagði til hluta af matnum og við elduðum lambafillet, eiginlega bara nokkuð vel heppnað.

Nick hefur átt mjög fjölbreyttan feril sem tónlistarmaður og leikari og mjög gaman að spjalla við hann fram eftir nóttu.. vorum kannski helst til dugleg í Whisky smökkun þegar á leið.

Nýársdagur

Heilsan var bara í góðu lagi enda vorum við ekki lengi að á gamlárskvöld.

Sylvía kom í kvöldmat, svínabógur er orðinn svona hálfgildings hefð hjá okkur á nýársdag.

Iðunn „dró“ mig svo á Star Wars og Viktor kom með sem bílstjóri. Ég átti svo sem ekki von á miklu þannig að það er kannski ekki hægt að tala um vonbrigði, en mér finnst þetta frekar leiðinlegt.. bardagar og slagsmál eru ekki minn bíótebolli, ævintýramyndir þurfa að vera talsvert mikið frumlegri og söguþráðurinn má ekki vera svona hrikalega götóttur.