Derby County – Manchester United

Hitti Jón Einars á Hamborgarasmiðjunni á Grensásvegi að horfa á Derby – Man Utd í enska bikarnum, drekka bjór og snæða hamborgara, endaekki oft sem liðin okkar mætast þessi árin..

En aðallega vorum við nú að spjalla, skiptast á fréttum og röfla um daginn og veginn. Alltaf gaman að hitta Jón og við þurfum að gera meira af þessu.

Já, leikurinn… betra liðið vann svo sem, því miður, en mér þótti halla á mína menn í dómgæslunni, fyrsta markið nokkuð klár rangstaða og þriðja svona alveg á mörkunum [nei, sóknarmenn eiga ekki að njóta vafans gegn „mínum mönnum“].