Uppskeruhátíð Postulanna

Við Postular höldum fögnum hverju liðnu tímabili í janúar og maí. Eins og svo oft áður bauð Þórhallur húsnæði fyrir veisluna. Við byrjuðum að horfa á Arsenal-Sunderland og síðan tók við dagskrá, að mestu undir stjórn Arnars.

Jói, kom sá og sigraði borðtennismótið, við horfðum á brot úr tímum síðustu tveggja tímabila, ég man ekki hver vann spurningakeppnina, en Jói stýrði „hringnum“ og við skáluðum vel og vandlega fyrir afrekum síðasta tímabils.

Í þetta sinn fengum við mat frá Tokyo, sem var bara nokkuð góður. Og Pétur mætti með nýjan líkjör.

En annars fór kvöldið að mestu í spjall, vindla í bílskúrnum og einn eða tvo bjóra.

Hins vegar var ég eitthvað slappur og orðinn hálf lasinn þegar leið á kvöldið… Kalli bjargaði mér heim um eitt leytið, sem var auðvitað ótrúlegur aumingjagangur.

Postular - uppskera - janúar - 9