Gamlárskvöld

Við mættum í Austurbrún í mat eins og (nánast) alltaf á gamlárskvöld. Í þetta sinn mætti Salvör með Jonna og Kristín og Hekla mættu með okkur. Brynja & Óskar mættu svo eftir miðnætti.

Við breyttum út af vananum að hafa humar í forrétt og gerðum einhvers konar laxa forrétt sem var eiginlega mjög vel heppnaður. Nautalundir í aðalrétt og sherrý truffle í eftirrétt.

Eitthvað af hvítvíni og rauðvíni – jafnvel bjór, svo freyðivín og Whisky eftir miðnætti.

En mjög skemmtilegt og vel heppnað kvöld, en vissulega skrýtið að vera án tengdapabba, Magnúsar, sem var sárt saknað.Gamlárskvöld - 6