Njála

Þáðum að kíkja á forsýningu á Njálu í Borgarleikhúsinu.. við Iðunn kíktum með Öggu og Kidda.

Er svo sem ekki búinn að melta almennilega, en ansi mögnuð sýning, mörg frábær atriði, önnur minna frábær eins og gengur og gerist en flest mjög flott… eitt kannski full langdregið – en mér leiddist amk. aldrei.

Viktor spurði okkur eftir sýningu (hann var ekki með okkur) hvort þetta væri nútíma útgáfa af Njálu.. sem það vissulega var, en líka langt frá því, mikið „sjónar-“ og „hljóðspil“ og ansi frumleg nálgun í mörgum atriðunum.

Njála - 2