Jóla- og áramótakveðjur

Árið 2015 er fyrir marga hluti eftirminnilegt en því miður ekki allt gleðilegt, því erfið veikindi og andlát Magnúsar, pabba Iðunnar, settu hvað mestan svip á árið.

Eitt gott kvöld situr þó sérstaklega eftir í minningunni. Við Iðunn eigum sama brúðkaupsafmælisdag og Magnús & Sylvía og við höfum öll hist og haldið upp á daginn á hverju ári þegar hægt var. Í ár hittumst við í Austurbrún og fórum svo út að borða með þeim og Ásu & Sæma, sem var mjög notaleg og dýrmæt kvöldstund.

Við höfum svo að venju verið mjög dugleg að hitta vini, ættingja, kunningja, vinnufélaga og aðra af hinum ýmsu tilefnum – eða engu tilefni.

Og eitthvað höfum við ferðast, bæði innanlands og utan – til London, Manchester, Birmingham, Berlín, Cottbus, Gouda og Amsterdam – Einifell, Langholt og Akureyri.

Upptaka og útgáfa Fræbbblaplötunnar „Í hnotskurn“ tók drjúgan tíma seinni hluta ársins og kannski það jákvæðasta sem situr eftir af árinu.

Viktor útskrifaðist úr meistaranámi í stjórnmálafræði við háskólann í Southampton með topp einkunn og fékk í framhaldinu vænan styrk til að klára doktorsnámið á sama stað.

Jólakort-2015