Annar í jólum

Enn einn, til þess að gera, rólegur jóladagur. Við mættum svo í kvöldmat í Austurbrún með Iðunnarhluta fjölskyldunnar.

Í þetta sinn sáu Helgi & Þóra að mestu um eldamennskuna og eins og við var að búast var ekki mikið að kvarta undan svínabógnum.

Kvöldinu lauk svo með nokkrum leikjum að hætti Iðunnar, Andrésar og Viktors („actionary“).