Jóladagur

Jóladagur að venju rólegur, fékk mér brauð frá Öggu með hvítöli í morgunmat og settist við lestur.

Við Viktor gerðum svo eplaköku að hætti mömmu og systkini mín og fjölskyldur þeirra mættu í hangikjötsveislu.

Að venju var yfirdrifið að mat og nokkur samkeppni um besta hangikjötið.. fyrir minn smekk var Einifellslærið best, en Helgi mætti með læri að norðan sem mátti alveg láta sig hafa að éta… hefðbundna kjötið frá Kea og Fjallalambi voru svo sem fín, en ekki alveg á pari. Held satt að segja að munurinn liggi helst í þessari áráttu við hefðbundið hangikjöt að salta kjötið í tætlur..

En eftir mat og eftirmat var tekin hefðbundin jólamynd og svo nokkrir leikir og spil fram eftir kvöldi.

En kannski átti Lilja „augnablik“ kvöldins.. þegar hún var að dansa og syngja með „Allir saman nú“ þar sem Jonni spilaði undir og leiddi söng.