Dr. Gunni fimmtugur – Rás 2

Við Helgi mættum í upptöku á kynningum á lögunum á „Í hnotskurn“ fyrir plötu vikunnar á Rás 2.. sem verður í næstu viku.

Seinni partinn kíkti ég svo á hljómleika Dr. Gunna og félaga í Lucky Records… en doktorinn varð einmitt fimmtugur í dag. Topp hljómsveit og hefði alveg þegið fleiri lög.

Ég þarf væntanlega ekki að rekja hvernig við tengjumst – og yrði hvort sem er allt of langt mál ef ég þyrfti þess.

En fyrir utan að halda á lofti popp fróðleik árum saman þá er Gunni auðvitað einn flottasti tónlistarmaður okkar. Fyrir utan mörg sígild rokklög þá á hann fullt af áheyrilegum popplögum (ok, mér dettur bara ekki í hug betri lýsing). Og ekki spillir að lögin hans hafa eitthvert séreinkenni, eru ekki lík nokkrum öðrum lögum.

Dr. Gunni

Bjór og fleira

Eftir nokkuð stífa vinnutörn ákváðum við Neil að fara og fá okkur bjór. Iðunn kom með og við byrjuðum á Forréttabarnum, fínasti matur þar að venju og þjónustan fyrsta flokks – og ekki spillir verðið.

Þaðan á Skúla Craft bar að smakka nokkra óvenjulega bjóra og af Skúla yfir á MicroBar.. Frábært úrval á báðum stöðum en verðið er eiginlega full hátt fyrir minn smekk og ekki til að sitja lengi að sumbli.

Svo yfir á Húrra þar sem Dimma var að spila, náðum síðustu lögunum, ekki kannski alveg mín tónlist, en mikið rosalega gera þeir þetta vel, þannig að við skemmtum okkur vel.

Upp á Gaukinn fyrir lokabjór kvöldsins og reyndar þurftum við að kynna Bæjarins bestu fyrir Neil.

En sennilega hefði nú verið gáfulegra að fara eitthvað fyrr heim.