Októberfestarbjórsmökkun

Við gripum í bjórsmökkun eftir vinnu í dag, nokkurs konar Októberfestar smökkun.

Nokkuð sáttur við „Pumpkin Porter“ en minna hrifinn af öðrum sem við smökkuðum. Pool og pizza og svo smá póker, sem var gaman að vinna.

Við Fribbi fórum svo með Jóni, hljómsveitarfélaga hans, á Dillon þar sem Kristján (hjá Símanum) var að spila með Fox Train Safari .. og síðan Dali. Ólíkar og áhugaverðar hljómsveitir… enn og aftur frábært að sjá fjölbreytta lifandi tónlist á litlum bar.

Þaðan lá leiðin svo á Ölstofuna í smá Brio drykkju og vindla reykingar – þar hittum við meðal annars Óla Þ. Harðar, Jón Stefánsson, Bergljótu, Áslaugu og fleiri (sem ég get ómögulega munað). Iðunn og Dagbjörg mættu svo þegar á leið.