Apótek og barrölt

Neil bauð okkur á Apóktekið, svona til að grípa okkur aðeins utan vinnu áður en hann fór út. Kíktum í bjórgarðinn fyrir mat og ég er enn að reyna að finna einhverja lógík í verðlagningunni. Millistór bjór á 750 eða 1.600 vegna þess að hann er örlítið sterkari. Og stærri útgáfan af þeim dýrari á 1.400! Ég spurði en svörin voru enn skrýtnari.

Fínn matur á Apótekinu, en samt ekki alveg í sama klassa og fyrir tveimur vikum.. bleikjan í forrétt var fín en rib-eye (30 eða 60 daga) fínt að smakka, en stóð einhvern veginn ekki sem heill réttur. Þjónustan fyrsta flokks framan af en svo var eins og við gleymumst.

Fréttum af mikilfenglegri norðurljósa sýningu en hún var búin rétt þegar við komum út.. ferðamaður sýndi okkur ljósmyndir og við vorum hálfpartinn að vonast til að þau kæmu aftur. Fórum á Ský barinn, skemmtilegur bar, en bjórúrvalið frekar takmarkað, þaðan á Mikkeler, þar sem bjórúrvalið er frábært, en verðið aftur frekar fráhrindandi.

Lokabjórinn á Ölstofunni.. en mér skilst að Gummi hafi dregið Neil í hákarl eftir það…