Breiðablik – ÍA

Kíkti með Jonna á Breiðablik – ÍA, og reyndar með hálfu Sambindinu, Hákoni, Orra & Tomma. Hittum svo Krissa & Rúnu.. En skemmtilegur leikur, ótrúlegt að Blikar væru ekki nokkrum mörkum yfir í hálfleik, og eins að þeir skyldu ekki ná að tryggja sigurinn.. Leist ekki á þegar Skagamenn jöfnuðu, en sem betur fer kláraði Blikaliðið leikinn, Jonathan Glenn virðist vera leikmaðurinn sem vantaði í „púslið“. Óliver flottur og reyndar flestir leikmenn, kannski óþarfi að opna vörnina í stöðunni 1-0..

Fórum á Dirty Burger eftir leik.. var ánægður í fyrra skipti, en mikið af „rusli“ í hamborganum í þetta skipti., þeas. þriðja flokks kjöti (eða réttara sagt einhverjir afgangar sem kallast varla kjöt).

Einifell

Búin að vera skemmtilega dugleg í Einifellsheimsóknum í sumar.. vorum reyndar komin með bakþanka, en þá var búið að stilla upp GoutonsVoir hitting.

Í öllu falli þá mættum við um hálfátta á föstudagskvöldið, gripum nokkra bjóra úti í garði í góða veðrinu áður en við röðuðum í okkur ostum og pylsum. Entumst reyndar ekki mjög lengi, en náðum einum vindli í skemmunni fyrir svefninn.

Assi & Stína og Krissi & Rúna mættu á laugardeginum.. Krissi & Rúna unnu Petanque hjónakeppnina, ég vann einstaklings hraðmótið.. og svo tók gufan við. Þá kolagrillaður humar að hætti Rúnu (reyndar eftir gin og tónik) svo kolagrilluð nautalunda að hætti okkar Steina. Höfðum (að venju) áhyggjur af að 1,4 kg nautalund nægði ekki fyrir átta manns.. en eftir allan humarinn náðum við ekki að klára. Iðunn sofnaði strax, Rúna fljótlega og það var svo sem ekkert sérstök ending á gestunum, en við hin fengum eðal eftirrétt í boði Assa & Stínu.

Einifell - ágúst - 5Einifell, sveppir

Gleðiganga og lítill fiskidagur

Kíktum á gleðigönguna og hittum fullt af fólki, að venju…

Gleðiganga - 12Skúli í gleðigöngu með borgarstjórn

Gleðiganga - 3Viktor með ungliðahreyfingum.

Svo upp í Móa til Öggu á litla Fiskidaginn.. svona fiskveisla fyrir þá sem náðu ekki að fara norður. Sjósiginn fiskur frá Kidda frænda, einhverjar veigar með, fiskisúpa frá Öggu og fiskibrauð frá okkur. Iðunn og Maggi tóku svo að sér svokallaðan „drekkusöng“ – en voru reyndar bara tvö.
Fiskidagur - Iðunn MaggiIðunn og Maggi í „drekkusöng“
Fiskidagur - 2Fiskur