Annar dagur í upptökum á Fræbbblaplötu

Hlustuðum á afrakstur gærdagsins og að mestu leyti sáttir. Ákváðum að taka þrjú lög aftur og mögulega það fjórða. Lögin runnu inn í fyrstu töku – nema þegar bassatromman strauk frá Gumma – og allir grunnar orðnir góðir.

Við tókum smá tíma í að spila gítara aftur, en öll hljóðfæri ættu að vera komin.

Fékk mér bjór með Gumma og Rikka á danska barnum eftir upptökur.

En söngur og hljóðblöndun – og umslag og pökkun – og nafn.. enn eftir.

Sýrland - dagur 2 - A