Fyrsti dagur við upptökur á nýju Fræbbblaefni

Mættum til Sveins (og Gests) í Sýrland í kvöld til að stilla upp fyrir upptökur morgundagsins. Reyndar gekk svo vel að stilla upp að við prófuðum að renna í nokkur lög og ekki fráleitt að nokkrir grunnar standi.

En hugmyndin er að taka upp níu lög sem flest hafa verið á dagskránni allt of lengi, óútgefin. Sum reynar farið út í stökum vef útgáfum.

En nú þurfum við að koma þessu frá okkur og hugmyndin er að fá þetta sem næst lifandi upptökum, þeas. ekki endalaust snurfusað og fínpússað.

Vonandi tekst vel til og ný plata kemur út strax í sumar..

Fræbbblarnir í Sýrlandi, Rikki
Fræbbblarnir í Sýrlandi, Rikki