Öglu afmæli

Renndum til Brynju & Óskar – og Alla og Stínu í sumarbústaðinn þar sem haldið var upp á sjö ára afmæli Öglu Margrétar.

Það var ekki að veitingunum að spyrja, frekar en fyrri daginn, en við entumst svo sem ekki mjög lengi, enda búið að vera mikið „að gera“.

Agla Margrét - afmæli - 4

Agla Margrét - afmæli - 3

Komum (því miður) við í Krónunni á heimleið og keyptum tvo pakka af kjúklingabitum á grillið, seinni pakkinn var svo illa farinn að við þurftum að lofta út til að ná ýldulyktunni úr eldhúsinu.