Rokkbarinn

Við Fræbbblar spiluðum á Rokkbarnum í Hafnarfirði, mjög skemmtilegur hljómleikastaður.. held að það hafi gengið þokkalega vel og ekki spillti að sjá aðrar stór skemmtilegar hljómsveitir, Sjúddann og Rafmagnað.. sviðsframkoma og “skemmtigildi” (mig vantar betra orð) heldur betur í lagi hjá báðum.

Brúðkaupsafmæli

Þrjátíu og tveggja ára brúðkaupsafmæli, kannski ekki merkilega tala og hefur ekkert sérstakt nafn.. en það má velta fyrir sér að við erum tvö og fjölskyldan fimm og þetta er tveir í fimmta veldi..

Tengdaforeldrarnir, Magnús & Sylvía, eiga sama brúðkaupsafmælisdag og við, 21 ári stærra afmæli. Fyrstu árin fórum við alltaf saman út að borða en síðustu árin hafa þau oftar en ekki verið erlendis, að gullbrúðkaupinu frátöldu.

Þannig að við ákváðum að nota tækifærið og fara saman út að borða, heilsan á Magnús með betra móti og Ása & Sæmi slógust með í för á Sjávargrillið.

Reyndar fengum við okkur freyðivín í fordrykk í Austurbrún og opnuðum eina flösku af Muga eftir að við komum þangað aftur.

En, maturinn á Sjávargrillinu var frábær og þjónustan fyrsta flokks. 

Fræbbbla æfing..

Fyrsta Fræbbbla æfing í nokkrar vikur á nýjum stað… gekk eiginlega nokkuð vel, eins og alltaf á fyrstu æfingu eftir hlé.

Og.. erum að spila á Rokkbarnum næsta laugardagskvöld – og svo í kórnum í Kópavogi á sunnudag, í tilefni af 60 ára afmæli bæjarins.