Postulauppskeruhelgi

Heldur betur frábær helgi með fótboltahópnum, Postulunum.

Vorum ekki langt frá Þrastarlundi í tveimur bústöðum og nokkrum herbergjum.

Föstudagskvöldið hófst á hamborgurum að hætti Tomma sem hann og Þorvaldur elduðu.. heitur pottur, pool, snóker, borðtennis og póker fram eftir nóttu.

Laugardagurinn byrjaði á alvöru morgunmat, svo sex eða níu holu Texas Scramble golf mót, smá snarl í boði Tomma og “pool”, snóker, borðtennis, spurningar, reglugerðarbreytingar, “hringur”, skálað fyrir afrekum vetrarins.

Fljúgandi hreindýr í fordrykk og síðan þessi líka frábæra nautalaund að hætti Tomma, sem þeir Þorvaldur elduðu, vín í boði Sævars og matarveislan fékk punktinn yfir “i”ið með jarðarberjum og súkkulaði í eftirrétt. Meiri póker svo eitthvað fram eftir.