Kópavogsafmælishljómleikar

Við Fræbbblar spiluðum á sextíu ára afmælishljómleikum Kópavogsbæjar í dag. 

Einstaklega skemmtileg samsetning af atriðum úr öllum áttum.

Og ekki spillti að allt skipulag, sem Felix Bergsson og Eiður Arnarsson sáu um, var fyrsta flokks og öll aðstaða, hljóðkerfi, græjur var til fyrirmyndar. Og þá er ég ekki byrjaður að tala um þá sem unnu við uppsetninguna, fagmenn á hverjum fersentimetra!

Ég held að okkur Fræbbblum hafi gengið ágætlega – og veit fyrir víst að öðrum gekk mjög vel… en eins og gengur náði ég mis mikið að fylgjast með öðrum atriðum.