Kol og bjór og Hilma

Byrjuðum í útgáfuteiti Óskars og Helgu Jónu í tilefni af útgáfu fyrstu sögu Óskars, Hilmu.

Vorum að velta fyrir okkur hvað væri næst þegar við hittum á Rúnu og fórum í fordrykk á Dubliner, þar sem Dóra hitti okkur.

Neil mætti þangað og við fórum í bjórsmökkun á MicroBar, 10 skemmtilegir bjórar í smakki, mis góðir eins og gengur.

Iðunn fór svo á Íslenska barinn en við Neil hittum Jóhann á Kol þar sem við fengum alveg frábæran mat.

Þaðan á Ölstofuna að prófa Brio, sem virkaði eitthvað bragðminni en venjulega, og svo á Mikkeler, sem var eiginlega að loka, en náðum einum bjór, sem var allt í lagi.

Þaðan lá leiðin í Pool í Lágmúla, þar sem við náðum nokkrum leikjum fyrir svefninn. Í einhverjum vitleysisgangi datt mér samt í hug að prófa póker á Gullöldinni, en komst ekki að, sem betur fer.. því bæði var ég nú kominn í nokkuð marga bjóra og orðinn allt of þreyttur.