Nam og Borgarleikhús

Komið að þriðju sýningu af fjórum í áskriftinni okkar Iðunnar, Assa & Stínu og & Krissa & Rúnu hjá Borgarleikhúsinu.. “Er ekki nóg að elska” var sýningin í þetta sinn.

Byrjum að fá okkur mat á Nam á Nýbýlaveginum, svo sem allt í lagi, en svei mér þá ef maturinn er ekki betri á skyndibitastaðnum þeirra á Ártúnshöfðanum. Og eini bjórinn af krana búinn.. og enginn kunni að skipta. En samt.. held að flestir hafi verið sáttir við matinn og óneitanlega mjög skemmtileg tilbreyting og þjónustan fín.

“Er ekki nóg að elska” var um einhvers konar fjölskyldu uppgjör við undirbúning jarðarfara merks framámanns í íslenskum stjórnmálum. Eiginlega sama og annað leikrit sem við sáum fyrr í vetur. 

Fín sýning, en svolítið upp og niður.. leikurinn á köflum fyrsta flokks en á öðrum var gamli leikhústalandinn kominn. Sumar senur voru áhrifamiklar á meðan aðrar hefðu (líkast til) mátt missa sig án þess að sýningin liði fyrir það. Og samtölin sum mjög vel upp byggð á meðan önnur voru helst til klunnaleg og brandararnir þunnir. Leikmyndin var meira að segja nokkuð vel heppnuð á sviðinu sjálfu, en náði að hluta til fram fyrir sviðið þar sem við sáum lítið sem ekkert af ellefta bekk.

En kannski aðallega fannst mér sagan ekkert sérstaklega áhugaverð.. ekki einu sinni spurningin sem leikritið virðist snúast um.

Páskadagur

Minn hluti stórfjölskyldunnar hittist hjá Kidda & Gunnu í Fögrubrekkunni. Lambalæri (að mínum hætti), Bayonne skinka, pottréttur og auðvitað tilheyrandi meðlæti, salöt og sósur. Og eftirréttir. Og smá “actionary” þegar leið á kvöldið.