Gaukurinn, næstum því Clash

Fórum á Gaukinn í gær, ætluðum að sjá hljómleika tileinkaða The Clash..

Við mættum í góðum gír og tímanlega að við héldum (rétt fyrir tólf) en þá voru hljómleikanir búnir.. við náðum hálfu lagi. Þetta hálfa lagið hljómaði reyndar mjög vel og þeir vinir okkar sem mættu tímanlega voru mjög ánægðir.

Og þrátt fyrir allt var mjög gaman að hitta fullt af skemmtilegu fólki.

Kannski er þetta ósiður að mæta svona seint, en við höfum einfaldlega allt of oft mætt á tilsettum tíma og þurft að bíða klukkutímum saman eftir að dagskráin byrjaði.

Og kannski var verðlagningin þannig að við gerðum ráð fyrir nokkuð lengri dagskrá.. en aftur, þá er þetta kannski bara dæmi um hvað við erum mikið dottin úr tengslum.