Árshátíð Staka (og Símans)

Sameiginlega árshátíð Staka, Símans, Sensa og fleiri í Laugardalshöllinni.. smá upphitun í vinnunni. En mjög flott árshátíð og vel að verki staðið, fín stemming strax með Amabadama í anddyrinu yfir fordrykk.. eitthvað fór val á einhverju lagi fram hjá mér, og kannski minnir á hversu tónlistarsmekkur minn rímar lítið við annarra. Svo sem vel flutt lög, en ansi litlaust.

Maturinn fínn, mín steik reyndar allt of mikið steikt en Iðunnar (og að mér heyrist flestra annarra) eins og hún átti að vera.