Tilraunauppistand á Rokkbar

Kíkti á Tilraunauppistand á Rokkbarnum í Hafnarfirði, kom satt að segja skemmtilega á óvart.. fullt af atriðum, troðfullt hús og fín stemming.

Uppistandararnir voru auðvitað misjafnir, eins og gengur, en ekkert síðri en það sem ég hef séð “í útlandinu” á sambærilegum kvöldum – flutningurinn oftast fyrsta flokks, en efnið kannski mis-gott, kynnirinn (York?) sennilega samt bestur..