Jamaica matarboð

Mættum í matarboð hjá Rögnu & Bjarna.. þemað var Jamaica, sem gestirnir tóku mis alvarlega. Iðunn mætti meira að segja með heimavafðar sígarettur (bara tóbak) til að vera í réttum gír.

En veislan hófst á saltfiskbollum og einhverjum ávexti sem ég man ekki nafnið á.. þaðan lá leiðin í geitalæri, mangó sorbet á milli, rækjur að hætti Jamæku, pina colada sorbet (með rommi), og kjúklingur sem var líka jamæskur, negull, kanill og ég-man-ekki-hvað og kókoshrísgrjón með baunum – áður en tveir eftirréttir voru bornir fram.

Kol

Fór með nokkrum félögum, tengt vinnunni, á Kol á Skólavörðustíg.. mjög skemmtilegur (óvissu)matseðill, topp þjónusta og frábær matur – hvað vill maður hafa það betra? Veit ekki enn hvort saltfiskurinn eða nautalundin með uxabrjóstinu var betra.

Hefðum kannski mátt sleppa bjórnum á Ölstofunni á eftir.. en samt ekki.

Sumarbústaður

Iðunn fór með gullrottunum í sumarbústað á föstudag og eitthvað hentaði sumum þeirra illa að vera meira en eina nótt. Iðunni og Önnu-Lind vantaði bæði far og félagsskap.. þannig að við Skúli mættum seinni partinn á laugardeginum og náðum mjög fínu kvöldi í mat og potti..