Bridge

Helgi og Þóra kíktu í bridge til okkar, ansi langt síðan við höfum spilað TOPS við þau (eða yfirleitt nokkurn annan). Í hvert sinn sem við höldum áramót Iðunnar milli jóla og nýárs eru gefin fyrirheit um að spila nú eitthvað á árinu. Það hefur svo ekki gengið eftir síðustu árin.. enda Þóra átt erfitt með að sitja lengi við spil

En, vonandi verður þetta aftur fastur liður hjá okkur.. það voru ófá kvöldin sem við spiluðum hér áður fyrr, held að það séu komin þrettán ár!